151. löggjafarþing — 90. fundur,  5. maí 2021.

loftferðir.

613. mál
[18:21]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Ari Trausti Guðmundsson) (Vg) (andsvar):

Forseti. Þegar ég sagði að fræðimenn hefðu sagt að þetta væri allt í lagi þá var það nákvæmlega innihaldið í því sem þeir sögðu. Þeir voru alls ekki vissir um hvort þetta stæðist stjórnarskrá hundrað prósent og mæltu með því að þetta yrði gert einmitt til þess að fá þennan úrskurð á endanum ef einhver treysti sér út í þá málsmeðferð. Ef menn halda að íslensk lög séu svo vatnsþétt að það komi aldrei neitt af þessu tagi upp, þá þeir um það. En það er einfaldlega þannig að íslenskt samfélag krefst þess að sóttvarnaaðgerðir séu í lagi og alls ekki þannig, eins og þingmaðurinn sagði, að það sé breytt viðhorf innan framkvæmdarvaldsins, að það sé ekki þörf á þessum lögum vegna þess sem við höfum verið að samþykkja undanfarið. Þvert á móti mæltu lögfræðingar þriggja ráðuneyta með því að þetta yrði lagt fram.