151. löggjafarþing — 90. fundur,  5. maí 2021.

loftferðir.

613. mál
[18:29]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Ari Trausti Guðmundsson) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Jú, ég geri mér grein fyrir þessu. Þetta hefur ekkert með drengskaparheit mitt að gera vegna þess einfaldlega að það er óvíst þegar hv. þingmaður segir „eru líkur á“. Það getur vel verið en til þess eru þá dómstólar, til að skera úr um það. Það geta líka verið líkur á að þetta sé í lagi. Hv. þingmaður er enginn Hæstiréttur hér. Hér er einfaldlega verið að láta reyna á það hvort þetta sé í lagi. Ég er ekki að biðja þingheim um neitt. Hér er meiri hluti umhverfis- og samgöngunefndar að fara eftir lögum um framsetningu mála á Alþingi og við gerum það vissulega af fúsum og frjálsum vilja. Svo skulum við bara láta framtíðina, og þá vonandi dómstólana, skera úr um það hvort við höfum farið villir vegar, ég eða hv. þingmaður.