151. löggjafarþing — 90. fundur,  5. maí 2021.

loftferðir.

613. mál
[19:59]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég held ég geti fullyrt að engar tölur hafa komið inn á borð nefndarinnar varðandi umfang þess sem hér er verið að reyna að ná utan um. Síðustu samskipti við ráðuneytin voru í apríllok þar sem þau voru spurð hvort enn væri þörf á þessari heimild í ljósi þeirra breytinga sem gerðar voru á sóttvarnalögum og þar fengust mjög stutt svör, bara já- og nei-svör í raun, þar sem heilbrigðisráðuneytið sagðist enn þurfa þessa heimild og hin ráðuneytin vísuðu bara í það mat heilbrigðisráðuneytisins. Engin gögn eða upplýsingar eða tölur sem fylgja því heldur bara mat. Þetta er enn eitt dæmið um það hversu slæmt það er þegar ráðuneyti bera málin ekki sjálf fram heldur eru nefndir einhvern veginn að ráða í tómið hvernig eigi vinna þau. Það vantar allt of mikið af grunngögnum og upplýsingum inn í þetta mál.