151. löggjafarþing — 96. fundur,  17. maí 2021.

umferð um Hornstrandir.

[13:29]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þessi svör þó að rýr séu. Ég hvet hann til dáða í því að gaumgæfa nú þegar þennan dóm og kanna hvort aðgerða er þörf. En vegna þess að hæstv. ráðherra vitnaði í aðgerðaáætlun vegna þessa svæðis þá stendur til á árinu 2021 að endurskoða ákvæði um stærðir gönguhópa, að endurskoða ákvæði um tilkynningarskyldu og vinna á úttekt á landvarðaþörf á svæðinu. Þar sem þessi þrjú atriði tengjast beint því sem ég spurði um áðan langar mig til að spyrja hæstv. ráðherra hvort þessi áform, sem á að hrinda í framkvæmd nú á árinu 2021, eru komin til framkvæmda og ef ekki þá hvenær það verði.