151. löggjafarþing — 98. fundur,  19. maí 2021.

stefna Íslands í málefnum norðurslóða.

750. mál
[13:53]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Ég kem hér í pontu til að lýsa ánægju með afgreiðslu þessa máls. Þetta er þverpólitísk stefna, það er það sem er svo mikilvægt, og auðvitað málamiðlun eins og gengur og gerist. Það felst mikill styrkur í samstöðunni og samábyrgðinni í þessu því að um er að ræða lykilmál í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það er mikilvægt að sjá sem allra fyrst eins konar aðgerðaáætlun á grunni þessarar stefnu. Það er næsta skref Alþingis og annarra að sjá til þess að það verði gert. Ég fagna þessari afgreiðslu og því að þessi ágæta þingsályktun muni fljúga í gegn.