151. löggjafarþing — 111. fundur,  10. júní 2021.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.

356. mál
[22:12]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég flyt hér nefndarálit með breytingartillögu sem er samsvarandi þeirri breytingu sem ég flutti áðan þar sem við fjölluðum um málið að nýju eftir 2. umr. og fengum gesti frá félagsmálaráðuneytinu. Meiri hlutinn telur þörf á að gera nokkrar breytingar tæknilegs eðlis, m.a. til að samræma hugtakanotkun milli frumvarps þessa og frumvarps til laga um breytingu á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins sem velferðarnefnd afgreiddi 28. maí sl. þar sem heiti stofnunarinnar var breytt í Ráðgjafar- og greiningarstöð. Meiri hlutinn leggur því til breytingar á frumvarpi þessu til að samræma hugtakanotkun ásamt öðrum tæknilegum breytingum.

Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi breytingum sem kynntar eru í nefndarálitinu og það eru þeir sömu aðilar frá meiri hlutanum, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Ólafur Þór Gunnarsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Vilhjálmur Árnason, sem rita undir þetta nefndarálit.