151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður.

663. mál
[13:09]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegur forseti. Ég geri svo sem ekki athugasemd við þetta frumvarp og tel það alveg geta átt rétt á sér að ekki sé gert ráð fyrir því að þingmenn noti sjóði almennings til að keyra um í kosningabaráttu. En mér finnst það eiga við um allt og því get ég ekki stutt þetta frumvarp. Hér er ekki verið að koma í veg fyrir að sjóðir Alþingis séu nýttir í að auglýsa á Facebook eins og sumir flokkar eru frægir fyrir að vera stærstir í. Hvaðan kemur það? Það kemur úr sjóðum almennings líka, það er notað í kosningabaráttu og margt annað má tína til. Annaðhvort göngum við alla leið eða ekki.