151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

loftslagsmál.

711. mál
[14:29]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta er frumvarp um að draga úr framleiðslu og verðmætasköpun á Íslandi, frumvarp um síhækkandi refsigjöld og skatta sem bitna verst á þeim tekjulægstu, frumvarp um neyslusamdrátt og þar með minni lífsgæði á Íslandi og frumvarp sem veikir samkeppnisstöðu Íslands. Því meira sem framleitt er á Íslandi, þeim mun betra fyrir loftslagið. Frumvarpið skaðar því loftslagsmarkmið heimsins, skaðar efnahagslífið og lífskjör landsmanna og nú á að lögfesta þessi markmið.