151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

kosningalög.

339. mál
[15:17]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Það atriði sem við erum að greiða atkvæði um réði úrslitum um það að Miðflokkurinn gæti stutt þetta frumvarp. Það var búið að fara mjög vandlega yfir það hvernig hægt er að misnota póstkosningar og hefur það ekkert með afturhald eða frjálslyndi að gera. Það er þannig að Píratafélagið heldur því fram að það hafi einhvern einkarétt á frjálslyndi og framsýni, sem er mikill misskilningur og kemur ítrekað fram í málum sem þeir annaðhvort styðja eða styðja ekki. Ég vísa öllu slíku heim. En þetta atriði sem við börðumst fyrir gerði það að verkum að við gátum stutt þetta mál og það er gott. Ég þakka formanni nefndarinnar, hv. þm. Jóni Þór Ólafssyni, fyrir það hve vel hann stóð sig í að samræma sjónarmið nefndarinnar og leiða starf hennar.