152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

um fundarstjórn.

[10:43]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég kaus í gær að líta á það sem sakleysisleg mistök hjá forseta að hann skyldi ná að klúðra sætavalinu. Ég kaus hann og geri ráð fyrir að hann muni starfa fyrir okkur öll hér í þinginu. Við hér í Norðvestur-Evrópu a.m.k. höfum yfirleitt litið á lýðræði talsvert öðrum augum en mörg önnur ríki, þ.e. við virðum í rauninni minni hluta líka. Það er ekki þannig að sigurvegari taki allt og eigi allt og megi allt. Það er alla vega ný hugmynd um íslenskt lýðræði. Hér skiptir þess vegna máli að forseti stígi inn og tryggi að nú og í framtíðinni hafi minni hlutinn, sem hefur 40 og eitthvað prósent þjóðarinnar á bak við sig, a.m.k. þann rétt sem honum ber.