152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

um fundarstjórn.

[10:44]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. „Efling Alþingis“ hét það í stjórnarsáttmála fyrri ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Efling Alþingis var það sem átti að stefna að. Það virðist ekki vera stefnan núna, eiginlega bara þveröfugt. Það er ótrúlegt, virðulegur forseti, og eitthvað sem hlýtur að þurfa að taka á af festu í stjórn þingsins, að meiri hlutinn gangi fullkomlega fram hjá öllu sem hlýtur að teljast eðlilegt samstarf inni á þingi á fyrsta degi. Á fyrsta degi ákveður meiri hlutinn upp á sitt eindæmi að senda fjárlög út til umsagnar. Lausnin hefði verið mjög einföld, forseti, það hefði verið hægt að kalla nefndina saman og spyrja: Hey krakkar, hvernig væri að senda þetta út til umsagnar og gefa fólki aðeins lengri tíma til að skrifa þær? Það hefði verið hægt bara með stuttum fundi en meiri hlutinn er búinn að bíta í sig að hann fái sínu framgengt (Forseti hringir.) án þess að þurfa að tala við okkur hin. Það er hættulegt, herra forseti. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)