152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

um fundarstjórn.

[11:19]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V):

Virðulegur forseti. Ég ætla að árétta að ég fagna því mjög hvernig hv. formaður fjárlaganefndar hefur tekið á þessu máli núna en ég undrast ummæli hv. þm. Bryndísar Haraldsdóttur um sama mál áðan. Ef það er einhvern tímann þörf fyrir að fara eftir formi og reglum, öllum þeim föstu reglum sem um þetta eiga að gilda, þá hlýtur það að vera þegar fjárlög koma fram mjög seint á árinu út af haustkosningum. Nefndin hlýtur að eiga að þurfa að koma saman. Nefndin hlýtur að þurfa að eiga samtal um það hverjum eigi að senda beiðni og hversu langan tíma eigi að gefa til umsagnar. Ef ekki í fjárlagaumræðunni, hvenær þá? Þannig að ég legg alveg eindregið til að við hlustum frekar eftir því sem hv. formaður fjárlaganefndar hefur sagt um málið í þessum ræðustól en því sem kom fram hjá hv. þm. Bryndísi Haraldsdóttur. Mér finnst ekki gott að leggja þetta til þegar við erum að leggja inn í þessa viðkvæmu umræðu um fjárlög, bæði í nefnd og hér í þingsal.