152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[12:29]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra ágæt svör. Það sem mig langar að koma inn á núna í seinna andsvari er það sem hæstv. ráðherra kom inn á í ræðu sinni um að horft væri til 1,4% samdráttar í opinberum fjárfestingum á milli ára. Ég man eftir skýrslu Landsbankans, ég held Samtaka iðnaðarins, ef ekki Samtaka atvinnulífsins, sem fóru í gegnum það í byrjun þessa árs að á síðasta ári hefði komið fram að hinar raunverulegu opinberu fjárfestingar væru að eiga sér stað mun hægar en plön gerðu ráð fyrir. Er verið að horfa til þess að halinn verði unninn upp núna eða hvernig er þessi heildarmynd að þróast miðað við þær fréttir að opinberar fjárfestingar hafi ekki verið að eiga sér stað á þeim tíma sem lagt var upp með? Og kannski í lokin: Hefur ráðherra (Forseti hringir.) einhverjar upplýsingar um hvernig vinnu vindur fram við (Forseti hringir.) fjármögnunarhluta og strúktúr er snýr að samvinnuframkvæmdum í samgöngum?