152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[12:53]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Mig langar til að taka undir áherslurnar á húsnæðismarkaðinn. Ég heyri áherslu hv. þingmanns á þann þrýsting sem hækkandi húsnæðisverð hefur á fjárlögin í heild sinni, þ.e. launa- og verðbólguliðinn sem slíkan. Ég hef ekki séð mjög mikla umfjöllun um áhrif húsnæðismarkaðarins á fjárlögin í heild sinni. Ég var að velta fyrir mér, bara út af því að við erum í fjárlaganefnd, hvort hv. þingmaður hefur dembt sér í það á þessum stutta tíma að reikna hlut verðbólgunnar sem húsnæðisþrýstingurinn hefur valdið á fjárlögin eða hvort við þurfum kannski að fá þessa greiningu í fjárlaganefnd á meðan við afgreiðum þetta frumvarp.