152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[15:17]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Þetta er hin klassíska leið til að komast hjá því að svara, að segja: Ég get ekki gefið nógu nákvæm svör. Ég er ekkert að biðja um alveg hárnákvæm svör, ég er að biðja um eins nákvæm svör og hægt er að gefa. Ég veit að fólk getur kannski ekki sagt: Þetta mun kosta 179 milljónir. Segðu þá að það kosti á bilinu 100–200 milljónir eða eitthvað svoleiðis. Eða: Ég veit það ekki, en það er einhvers staðar í kringum tugi milljóna, kannski upp í einhverjar 300. Búum til bil, sköpum smávæntingar um að stjórnvöld viti hvað þau eru að gera. Ef það eru ekki einu sinni ónákvæm svör sem við fáum heldur bara: Ég get ekki svarað nákvæmt og þar af leiðandi ætla ég ekki að svara neitt, þá komumst við ekkert áfram. Í allri minni gagnrýni á að það vanti kostnaðargreiningu og ábatagreiningu o.s.frv. þá er ég að biðja um lágmarkið til að byrja með. Verðum síðan nákvæmari seinna. Byrjum á lágmarkinu.