152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[15:24]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég skil þetta þá eftir sem innlegg til ráðherra fyrir heimsókn hans til fjárlaganefndar þar sem ég hlakka til að fá nánari útskýringar og sundurliðun á einmitt þessum atriðum. Ég veit að sem fyrrverandi formaður fjárlaganefndar hefur hann séð það í verki hvað ég hef reynt að draga upp í sundurliðun þannig að ég veit að hann mætir tilbúinn til leiks í að kynna sín málefnasvið í fjárlaganefnd með það í huga, slíka sundurliðun. Mér finnst æðislega gaman að fá að vinna með hæstv. ráðherra aftur í nýju hlutverki inni í sama nefndarherbergi. Af öllum ráðherrum verð ég að segja að það samtal við hann verður langáhugaverðast. [Hlátur í þingsal.]