152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[15:50]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er talað um alla hópa og sérstaklega vikið að börnum og ungmennum. Ég veit af geðheilsuteymunum, en ég veit líka hvernig biðlistarnir eru á heilsugæslunni. Þess vegna beinist spurning mín ekki að þeim þætti heldur að sálfræðiþjónustunni. Ég veit ósköp vel að þetta er fyrst og fremst í höndum hæstv. heilbrigðisráðherra en ég spyr um afstöðu formanns fjárlaganefndar til þessa máls. Hér er ekki um frumvarp að ræða. Hér er um lög Alþingis að ræða sem veita ráðherranum heimildir. Það var samþykkt af Alþingi öllu. Ég spyr þess vegna um afstöðu formanns fjárlaganefndar til þessa tiltekna máls, um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu, og hvort hún muni koma í það með okkur að raungera þessa lagasetningu.