152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[15:53]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni ræðuna. Það eru tvö atriði sem mig langar til að spyrja hv. þingmann og formann fjárlaganefndar út í í tengslum við ræðu þingmannsins. Það er í fyrsta lagi það sem snýr að uppbyggingu í samgöngum og þá sérstaklega kannski með áherslu á það sem við köllum í daglegu tali borgarlínuna. Hæstv. forsætisráðherra kom inn á þetta í ræðu sinni í gær. Mig langar til að spyrja í tengslum við fjárlagafrumvarpið eins og það liggur fyrir með hvaða hætti formaður fjárlaganefndar sjái fyrir sér að mál þróist í þeim efnum, hvort það verði einhver umbreyting ríkiseigna til að fjármagna þetta t.d., sem hefur verið rætt og nefnt m.a. af hæstv. forsætisráðherra að ég held, hvort samvinnuverkefnin verði þarna í lykilhlutverki (Forseti hringir.) eða hvort þetta verði bein framlög úr ríkissjóði eins og verið hefur.