152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[15:54]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Það er rétt að það kemur fram í stjórnarsáttmálanum og í frumvarpinu í heimildum að gert sé ráð fyrir því að selja Íslandsbanka. Það er líka tekið fram í texta í frumvarpinu að það komi til með að reynast gott að geta nýtt þá fjármuni til uppbyggingar innviða, það er m.a. sagt. Það að einhverjir tilteknir peningar verði merktir borgarlínunni svokölluðu sérstaklega er ekki eitthvað sem við erum að gera heldur eykur salan bara lausafé ríkisins til að geta fjárfest og eykur getuna til að fjárfesta. Þeir peningar sem gert er ráð fyrir með sölu Íslandsbanka — það mál verður ekki til þess að það hægist á verkefninu eða eitthvað slíkt, ekkert endilega. Þetta verkefni er ekki sérstaklega undir heldur bara innviðauppbygging eins og hún leggur sig og við förum bara í hana eftir ákveðnu aðgerðaplani í gegnum samgönguáætlun.