152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[16:43]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Ríkisútgjöld, það hvernig farið er með fé skattgreiðenda, er alltaf spurning um forgangsröðun. Hvað varðar loftslagsmálin þá finnst mér að forgangsröðunin hafi ekki verið til þess fallin að ná sem mestum árangri. Við höfum náð árangri okkar, samfélag og önnur samfélög í gegnum tíðina, m.a., verður að segjast, með notkun jarðefnaeldsneytis sem hefur skilað gríðarlegum árangri, bættri velferð, bættum kjörum, bættri heilsu fólks um allan heim. Og af því að hv. þingmaður nefndi dauðsföll af völdum loftslagsbreytinga þá hefur dauðsföllum af völdum veðurfars síðastliðna öld fækkað um 99% þrátt fyrir gríðarlega fjölgun mannkyns.

Nú eyddi ég of miklum tíma í þetta þannig að ég svara bara mjög stutt varðandi lögleiðingu fíkniefna. Ég er að sjálfsögðu þeirrar skoðunar, eins og hv. þingmaður, að hjálpa eigi þeim sem lenda í viðjum fíknar. Það hefur verið raunin á Íslandi. (Forseti hringir.) Það eru ekki margir dæmdir í fangelsi fyrir litla skammta (Forseti hringir.) fíkniefna, en við þurfum að hafa tæki til að takast (Forseti hringir.) á við seljendurna, þá sem dreifa þessu.

(Forseti (LínS): Ég vil minna þingmenn á mikilvægi þess að virða tímamörk.)