152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[17:08]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Öflugur og traustur ríkissjóður og kaupmáttur góður. Hvert er þá hlutverk okkar hér? Á sama tíma og þetta er sagt hér í ræðustól er útlit fyrir að ekki bara hundruð heldur jafnvel 1.000 manns þurfi mataraðstoð núna fyrir jólin. Ef ríkissjóður er svona öflugur og traustur, hvers vegna í ósköpunum þarf þetta fólk að fara í raðir til þess að bíða eftir mat? Hvers vegna í ósköpunum er til fólk þarna úti sem hefur ekki einu sinni efni á að leysa út lyfin sín? Er það ekki akkúrat hlutverk okkar hér að sjá til þess að svona ástand sé ekki? Hvers vegna í ósköpunum er ekki tekið á þessum málum og þeim komið í lag?