152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[17:17]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð að viðurkenna að ég botna bara ekkert í þessu seinna andsvari, það verður að virða mér það til viðlits. Ég var ekki með nokkrum hætti að gera lítið úr heilbrigðiskerfinu og heilbrigðisstarfsfólkinu sem hafði og hefur mikið hlutverk í okkar samfélagi, ekki síst í þessum faraldri. Ég hafna því að flokkur minn og skoðanasystkin mín í þeim flokki skilji ekki mikilvægi heilbrigðiskerfisins. Það er það andsvar sem ég vil láta liggja hér eftir. Mér finnst þetta andsvar ekki sanngjarnt; að mér sé ætlað að ég hafi ekki skilið framlag heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðiskerfis við það stóra verkefni sem við höfum staðið í í bráðum tvö ár.