152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[22:17]
Horfa

Birgir Þórarinsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég held að það sé bara afar mikilvægt að þetta verði skoðað í þeirri vinnu sem fram undan er. Það hafa verið gerðir útreikningar þess efnis að það kosti í raun og veru sáralítið þegar frítekjumarkið er hækkað og hv. þingmaður þekkir þá útreikninga held ég örugglega. Þess vegna segi ég fyrir mitt leyti að ef sýnt er fram á það, og fjármálaráðuneytið fer yfir þessa útreikninga, að það sé hægt að hækka þetta frítekjumark enn frekar og það kemur fram í þeirri vinnu sem fram undan er þá myndi ég að sjálfsögðu styðja að það yrði hærra. Það verður vonandi raunin í þeirri vinnu sem fram undan er að menn sjái að það sé hægt að gera betur og þá mun ég að sjálfsögðu styðja það.