152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[22:23]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Jú, ég hlustaði á ræðu hv. þingmanns og velti fyrir mér hvort hann heyrði tilvitnunina í hans ræðu, með leyfi forseta, aftur: „Stefnulaus hækkun á framlögum til loftslagsmála.“ Það er væntanlega verið að segja það með einhverri greiningu á árangri á notkun eða útdeilingu eða þeim fjárheimildum. Eða er þingmaðurinn sem sagt búinn að skipta um skoðun? Er allt í einu orðið óljóst núna hvort það er árangur af útdeilingu þeirra fjármuna eða hvað gerðist? Hvað ætlar hv. þingmaður þá að gera vegna þessara málaflokka í fjárlögunum sem við erum að afgreiða núna þegar þau voru ómöguleg við afgreiðslu fjármálaáætlunar? Ég er bara að reyna að átta mig aðeins á því hvernig það fer saman, þ.e. hvar eru orð og borð hérna í þessari umræðu.