152. löggjafarþing — 4. fundur,  3. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[11:21]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni prýðisgóða ræðu. Það hefur nokkuð verið rætt hér í umræðunni í gær um uppskiptingu menntamálaráðuneytisins og hvernig verkefnum þess var sáldrað hér og þar um kerfið. Þar sem hv. þingmaður er fyrrverandi menntamálaráðherra langar mig að spyrja um sýn hennar á þessa aðgerð. Og svona til gamans væri áhugavert að heyra sjónarmið fyrrverandi menntamálaráðherra á því hver eftirmaður hennar er, að hennar mati, í ríkisstjórninni í dag.