152. löggjafarþing — 6. fundur,  7. des. 2021.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022.

3. mál
[15:49]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Tökum aðeins staðreyndir málsins. Frá 1997–2020 hefur launaþróun samkvæmt launavísitölu — sem er mjög svipuð þar sem laun hafa hækkað samkvæmt greiningum BHM, BSRB og ASÍ — verið að meðaltali 6,93% á ári, meðaltalsprósentan var 6,93% á ári. Á sama tíma hefur verðbólgan verið 4,29% á ári. Þetta voru 23 ár, árið 2020.

Örorkulífeyrir hefur hækkað um 5,54% að meðaltali, sem er meira en verðbólgan en minna en launaþróun. En af því að það er mismunandi hvort er hærra, verðbólga eða launaþróun þá hefði hún samkvæmt þeim viðmiðum átt að hækka um 7,47% á ári að meðaltali, þ.e. 2% að meðaltali sem safnast upp í um 50% hækkun á þessum grunni sem vantar — 50%. Það eru tölurnar sem verið er að tala um í umræðunni: 300.000–360.000 kr. skatta- og skerðingarlaust o.s.frv. (Forseti hringir.) Það er bara nákvæmlega sú tala í rauninni sem við værum í ef lögum hefði verið fylgt.