152. löggjafarþing — 7. fundur,  8. des. 2021.

velferð dýra.

15. mál
[17:43]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það var nú ekki klókindum mínum fyrir að þakka að hestarnir náðust, ég verð nú bara að viðurkenna það. En ég veit auðvitað að það skiptir mjög miklu máli að ég gat staðið fyrir. (Gripið fram í.) En varðandi frumkvæði bændanna að þessum búskap — ég þekki það ekki frekar en þú. Þeir hafa væntanlega gripið það tækifæri til að ná sér í þær tekjur sem þurfti til að loka reikningum um hver mánaðamót.

Burt séð frá þessu einstaka máli, ef Alþingi ætlar að endalaust að fara að borga — ja, ég segi nú heilu atvinnugreinarnar bara út af vinnumarkaði — við erum hérna með fjölmiðlana upp á arminn, þingið er byrjað að borga fyrir fjölmiðlana. Nú á að taka merabændur. Og ég segi nú bara: Verðum við ekki bara að setja þannig reglur um þessa starfsemi að hún geti farið fram með þeim hætti að það sé sómi að því? Mér finnst það skipta mestu máli, að við setjum reglur sem sómi er að. Ekki byrja á því að tala um að við eigum bara að hætta þessu, bara borga fyrir kallana í sveitinni og þá sé þetta bara dautt mál. Og þá geti útlendingarnir verið ánægðir og geti hætt að hóta okkur. — Ekki hlusta á það.