152. löggjafarþing — 7. fundur,  8. des. 2021.

velferð dýra.

15. mál
[19:08]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Það er rétt að þetta er náttúrlega á ákveðnum skala en ég tel að í þessu tilviki séum við komnir á þann stað að það þurfi að banna þetta. Ég vil líka benda á að það eru tekin vaxtarhormón sem eru síðan notuð í svín, það er ekki verið að bjarga mannslífum eða neitt slíkt. Það er það sem er undir.

Svo er líka annað, þessar 200–300 milljónir sem fara til 119 bænda eru smápeningar í hagkerfinu. Og ef við horfum á þetta út frá ferðaþjónustunni, og jafnvel bara matvælaframleiðslu líka, eru þetta algjörir smáaurar. Ég tel að ef þetta yrði bannað þyrfti að sjálfsögðu að taka utan um þessa bændur eða þá sem stunda þetta. Þá myndi ríkið komi til móts við þá til að hjálpa þeim að stunda aðra atvinnustarfsemi í þeim héruðum sem þetta er gert. Það finnst mér eiga að vera afleiðing þessara laga, þau eru samþykkt og þá þarf ríkið að taka á því. Ég vona að hv. þingmaður styðji að það sé raunverulega málið sem gerir frumvarpið kleift.