152. löggjafarþing — 7. fundur,  8. des. 2021.

velferð dýra.

15. mál
[19:45]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Eyjólfur Ármannsson spurði verulega erfiðrar spurningar rétt áðan um það hvaða kosti ætti að meta og hverjir vegi þyngra. Það var spurt út í ímynd Íslands og þá velti ég því fyrir mér: Hver er mælikvarðinn á það hver hún er? Við eigum eftir að velta því fyrir okkur. Eigum við að fá bændurna til að gera eitthvað annað? Sem bóndi, ég er sauðfjárbóndi, hef ég oft heyrt þessa setningu: Gerðu bara eitthvað annað. Og jú, ég fór að vísu í það verkefni en það eiga ekki allir kost á því að gera eitthvað annað. Sumir búa við þær aðstæður á búum sínum að eiga mikið land sem þeir geta nýtt undir hrossarækt. (Forseti hringir.) Þannig að það er mjög erfitt að svara því hvað kostir vegi þyngra og hverjir minna.