152. löggjafarþing — 14. fundur,  21. des. 2021.

fjáraukalög 2021.

174. mál
[18:56]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið og vangaveltur hans og umræður sem ættu kannski mjög vel heima í umræðunni okkar á eftir um fjárlög. En nú erum við reyndar að ræða fjáraukann og hér liggur fyrir mjög mikilvæg tillaga sem við höfum öll sameinast um, bæði meiri og minni hluti í fjárlaganefnd. Þannig að ég velti því fyrir mér núna þegar klukkan er að verða sjö hvort við eigum ekki bara að drífa okkur í að reyna að klára þessa umræðu svo hægt verði að greiða út í samræmi við það frumvarp, um fjáraukann, en getum svo tekið betri umræðu um fjárlögin og stóru stefnuna í fjármálum strax að því loknu.