152. löggjafarþing — 15. fundur,  21. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[21:56]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Þetta er klukkutíma framsaga sem maður fær sem er svona klassískt miðað við 2. umr. fjárlaga. Það er ágætt því að ég hef einmitt fullt af segja. Ég hafði áhyggjur af þessari hálftíma ræðu. En það þýðir einmitt að ég er að klára framsöguræðu mína rúmlega 11. 2. minni hluti á líka eftir að vera með sína framsögu og 3. minni hluti og það er að koma nótt og það er bara ekkert rosalega sanngjarnt til að byrja með að framsöguræður séu haldnar á nóttunni. Það er bara fáránlegt. Kannski myndi það sleppa ef þetta væri sú eina sem væri núna. En það er tvímælalaust aðstöðumunur fyrir mig sem er að flytja hérna framsöguræðu fyrir 1. minni hluta fyrir miðnætti og aðra sem eru síðan að flytja eftir miðnætti. Það er bara ekki í boði að hafa þetta svona. Það er ekki sanngjarnt að þeir sem eru að flytja framsöguræður sínar hérna í fjárlögum ríkisins upp á 1.000 (Forseti hringir.) milljarða þurfi að gera það í skjóli nætur.