152. löggjafarþing — 15. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[00:29]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Skildi ég hæstv. fjármálaráðherra rétt áðan að hann teldi ekkert því til fyrirstöðu að einstaklingur sem er í einangrun úti í bæ haldi bara áfram að stýra Alþingi í gegnum fjarfundabúnað? Er sem sagt hugsunin að það muni verða þannig í hálfan mánuð í viðbót? Og nú held ég að það sé bara allt í lagi að herma það upp á formann flokksins, sem hæstv. forseti, Birgir Ármannsson, tilheyrir, og spyrja hann bara: Stendur til að maðurinn meldi sig veikan, þar sem hann er samkvæmt lögum innilokaður í þessari íbúð næstu 14 daga, og það verði kallaður inn varamaður og þetta forsetamál skýrist? Eða ætlast hæstv. ráðherra til þess að hann stýri þinginu næstu 14 daga í gegnum tölvuna sína?