152. löggjafarþing — 15. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[02:53]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Jóhann Páll Jóhannsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir þessar ágætu hugleiðingar. Ég held að það sé alveg ljóst að um leið og gert er ráð fyrir dálítið íhaldssamri stefnu þegar kemur að afkomu ríkisins og jafnvægi milli útgjalda og tekna — verið er að halda mjög aftur af útgjaldavexti og hið sama birtist á tekjuhliðinni — þá virðist það einhvern veginn vera mikið forgangsmál að selja eignir, þá sérstaklega í fjármálakerfinu, en líka þegar kemur að húseignum. Það var náttúrlega landlægur, viðvarandi vandi fyrir hrun og við glímum enn við hann, (Forseti hringir.) ríkið er að leigja húsnæði af einkaaðilum og gríðarlegur kostnaður leggst á ríkið vegna þess.