152. löggjafarþing — 15. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[02:59]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Jóhann Páll Jóhannsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ríkisskuldir eru vissulega lægri en kannski leit út fyrir að þær yrðu fyrir nokkrum mánuðum og því ber að fagna. En það þýðir auðvitað líka að við höfum enga afsökun fyrir því að sækja ekki fram af miklu meiri krafti en birtist í þessum fjárlögum. Eins og bara þegar kemur að opinberum fjárfestingum, hvers vegna í ósköpunum að halda svona ofboðslega aftur af okkur þar? Hvers vegna eru framlög til samgöngumála að dragast svona rækilega saman milli ára þegar þetta eru arðbærar fjárfestingar sem margborga sig? Það er engin ástæða til þess, einmitt í ljósi þess hvað við stöndum vel (Forseti hringir.) þegar kemur að hlutfalli ríkisskulda af vergri landsframleiðslu.