152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[17:51]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegur forseti. Þessi tillaga felur í sér að færa bankaskattinn til fyrra horfs og ná í 6 milljarða kr. í ríkissjóð. Það er mikilvægt að þingheimur geri sér grein fyrir því að í samfélaginu er ekki bankakerfi sem byggir á samkeppni. Þetta er sjálftökukerfi. Þrettán árum eftir hrun hefur okkur ekki tekist að byggja upp bankakerfi sem byggir á samkeppni. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi, að bankakerfið sé ekki kerfi sem þjónar almenningi heldur eingöngu eigendum sínum. Rökin gegn þessari tillögu hafa verið sú að þá hækki bankarnir bara vextina. Það eru rök sem eru algjörlega óásættanleg fyrir okkur hér á Alþingi Íslendinga. — Ég segi já.