152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[18:29]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég vil taka undir þau orð sem hér hafa verið látin falla við þessa atkvæðagreiðslu. Hér eru 380 milljónir sem eiga að renna til SÁÁ. Eins og hér hefur komið fram eru samtökin undirfjármögnuð. Við þurfum líka að horfa til þess, og ég varð var við það í vinnu minni í fjárlaganefnd, að hluti heilbrigðiskerfisins er rekinn af frjálsum félagasamtökum. SÁÁ eru einmitt frjáls félagasamtök sem sinna heilbrigðisþjónustu sem ríkið á raunverulega að sinna. En það sýnir drifkraftinn í íslensku samfélagi að frjáls félagasamtök sinni þessu mikilvæga starfi. Íslenska ríkinu ber skylda til að fjármagna þessa starfsemi að fullu og ekki bara það, því ber að styðja þessa starfsemi, þennan félagsskap sem gegnir mikilvægu hlutverki til að vinna gegn fíknisjúkdómum. Ég segi já.