152. löggjafarþing — 19. fundur,  28. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[14:18]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaðurinn talaði um fæðuöryggi. Þá má ég til með að spyrja hvort t.d. áhrif á verð á kjöti og mjólk séu meira fæðuöryggismál en þegar kemur að ávöxtum, grænmeti, hrísgrjónum, pasta. Annað sem ég vil spyrja um varðar áform um hækkun sóknargjalds umfram það sem frumvarpið gerði ráð fyrir. Ég vil fá að spyrja hv. þingmann hvort hún telji æskilegt til framtíðar að ríkið sinni þessu hlutverki fyrir þetta eina trúfélag og hvort það fyrirkomulag samrýmist hugmyndum Vinstri grænna um hlutverk ríkisvaldsins á 21. öld.