152. löggjafarþing — 25. fundur,  20. jan. 2022.

styrkir til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma.

232. mál
[11:37]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er þetta með að læra af reynslunni og nýta hana betur í síbreytilegum aðstæðum. Í sóttvarnamálum koma ráðherrar ítrekað út af fundum og lýsa því yfir að þau þurfi ekki að bíða m.a. eftir frekari gögnum til að efast um núverandi ráðleggingar sóttvarnayfirvalda þrátt fyrir þessir sömu einstaklingar búi líklega yfir bestu mögulegu upplýsingum meðal þjóðarinnar inni á þessum fundum. Á hinum endanum mæta þau svo í viðtöl upp á síðkastið og hér í pontu og ræða efnahagsaðgerðir og bera fyrir sig að þau séu enn þá að læra þetta allt saman, ausa úr bátnum, geta ekki verið undir þetta búin. Hvar er sjálfstraustið og mat á eigin dómgreind þegar kemur að efnahagsaðgerðum sem þau virðast hafa í sóttvörnum? Við samþykktum fyrir jól eins milljarðs kr. fjárheimild fyrir veitingastaði. Nú þremur vikum síðar er verið að hækka þá fjárheimild upp í allt (Forseti hringir.) að 3 milljarða kr. Hvað hefur breyst í millitíðinni og af hverju tekur þetta svona ofboðslega langan tíma?