152. löggjafarþing — 25. fundur,  20. jan. 2022.

styrkir til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma.

232. mál
[11:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Við erum enn að glíma við, hvað eigum við að segja, það að stjórnvöld virðast ekki kunna stærðfræði. Það er dálítið þannig. Það er allt sett upp í einfaldar súlur, bara svona þrep, 20%, allt þar fyrir neðan 19%, nei, það er ekki með. Svo kemur þarna milli 59% og 60%, það eru 500.000 eða 600.000. Það eru skörp skil þar sem þú verður út undan. Það er ekki gert ráð fyrir í rauninni hlutfallslegum vexti í styrk eftir því sem þú hefur tapað meira með tilliti til tekna og reksturs. Eftir allar þær ábendingar sem hafa komið fram út af öllum þeim viðbrögðum sem stjórnvöld hafa verið með, af hverju erum við enn í þessari þrepaskiptingu sem skilur eftir þó nokkurn hóp, bara út af smá mun, 1% til eða frá?