152. löggjafarþing — 25. fundur,  20. jan. 2022.

styrkir til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma.

232. mál
[11:52]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Ég held að hæstv. ráðherra misskilji stöðuna. Við þurfum ekki að gera þetta. Við þurfum beinlínis að hætta að gera þetta. Hér er lagt til að þessi lausn verði virk vegna tekjufalls út marsmánuð. Sér hæstv. ráðherra og ríkisstjórnin fyrir sér að við verðum undirorpin viðlíka takmörkunum enn um sinn sem réttlæta það að því sé flaggað út til markaðarins, veitingamarkaðarins, að þetta verði staðan fram yfir páska? Því að ef metinn kostnaður er 1,5 milljarðar, eins og liggur fyrir í frumvarpinu, og það nær utan um fjóra mánuði, þá eru það 375 milljónir á mánuði að jafnaði. 375 milljónir á mánuði til hátt í 1.000 fyrirtækja er innan við hálf milljón á fyrirtæki að jafnaði. Erum við orðin föst í einhverri sýndarmennsku varðandi þetta?