Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 39. fundur,  22. feb. 2022.

stjórn fiskveiða.

349. mál
[14:20]
Horfa

matvælaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og kemur fram í fyrirspurn hv. þingmanns erum við núna í raun og veru í miðjum klíðum og það verður ekki hjá því komist að nýr ráðherra taki við þegar við erum í raun og veru á miðju fiskveiðiári. Þá liggja fyrir ýmist þær ákvarðanir sem áður hafa verið teknar og þær ákvarðanir sem í loftinu liggja og síðan þær tillögur sem við komum til með að vinna úr á hv. Alþingi. Það er annar vettvangur til að ræða veiðistjórn grásleppu, og við komum til með að gera það, sem er ekki hluti af þessari umfjöllun hér. Að mínu mati, virðulegur forseti, væri tilefni til þess að taka þessa umræðu, til að mynda undir flaggi sérstakrar umræðu á þinginu og ég legg til að við hv. þingmaður efnum í slíka.