Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 39. fundur,  22. feb. 2022.

fjármálastefna 2022--2026.

2. mál
[17:40]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Haraldur Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fordæmalaus vöxtur ríkisútgjalda á undanförnum árum ætti okkur að vera verulegt umtalsefni eða verulegt áhyggjuefni. Þegar við höfum bætt í með þeim hætti sem við höfum gert á undanförnum árum þá skiptir grundvallaratriði að við nýtum þá fjármuni sem best á hverjum tíma. Og þegar við tölum um að efla og bæta vil ég ekki síst leggja þann skilning í þau orð að við viljum nýta þá fjármuni betur. Hv. þingmaður nefnir í þessu sambandi samgönguframkvæmdir. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er einmitt talað um nýjar leiðir í að efla samgönguframkvæmdir, hvort sem það er stofnun félags um jarðgangagerð eða blandaða fjármögnun í samgönguframkvæmdum. Í þessu efni vil ég að hv. þingmaður tileinki sér skilning á orðum stjórnarsáttmálans að bæta og efla, nýta fjármunina betur, leita annarra leiða og vaxa þannig líka með þeim hætti.