152. löggjafarþing — 44. fundur,  1. mars 2022.

um fundarstjórn.

[13:37]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V):

Virðulegur forseti. Þegar ég var lítill strákur og upplifði Eyjagosið þá skynjaði maður svo vel hversu hæf við vorum til að bregðast við í neyð og tilbúin til þess að aðstoða fólk. Það stóð ekkert á hjálpseminni á þeim tíma og þannig hef ég skynjað þessa hluti, að við ætlum að hjálpa fólki í neyð, hvaðan sem það kemur, hvort sem það kemur frá Vestmannaeyjum, Venesúela eða Úkraínu. Þannig vil ég horfa á þetta. Mér þykir það sérstakt að það þurfi að henda fólki frá Venesúela út af því að það eru einhverjir aðrir og betri flóttamenn koma til landsins. Hæstv. dómsmálaráðherra nefndi það að hingað kæmu 10% fleiri flóttamenn frá Venesúela en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. (Forseti hringir.) Það er svo sem skiljanlegt, ef það eru tíu hér frá Venesúela og það kemur einn, þá eru það 10%.