152. löggjafarþing — 49. fundur,  9. mars 2022.

um fundarstjórn.

[16:39]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég vil taka undir með þeim sem á undan hafa komið. Þetta er eiginlega að verða stórfurðulegt mál. Ég spyr mig hversu oft hefur verið komið upp í ræðustól til að biðja um að fá einhverja lausn á þessu máli. Hversu oft þarf að koma upp áfram? Hvernig í ósköpunum lítur þetta út út á við með virðingu þingsins ef við getum ekki einu sinni farið að lögum og reglum? Þá hljótum við að fara að spyrja okkur: Til hvaða ráða getum við í þinginu gripið til þess að þvinga fram að farið sé að lögum? Og þá hlýtur spurningin líka að vera: Hvað ætla ríkisstjórnarflokkarnir að gera í þessu máli? Ætla þeir að láta þetta óáreitt áfram og láta þennan hringlandahátt dómsmálaráðherra gilda, eða eru þeir kannski ráðalausir líka?