152. löggjafarþing — 49. fundur,  9. mars 2022.

um fundarstjórn.

[16:47]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Frú forseti. Ég tek undir beiðni hv. þm. Þórunnar Sveinbjarnardóttur um að fá að vita hver afstaða stjórnarþingmanna er til þessa máls. En ég kem reyndar hingað upp til að svara öðrum hv. þingmanni, Gísla Rafni Ólafssyni, sem talaði um elsku Sjálfstæðisflokksins á frelsi í áfengismálum, þar myndu mál kannski horfa öðruvísi við. Mér fannst þetta eiginlega fyndið þar til ég áttaði mig á því að þetta er sami flokkur og setið hefur í stjórn stóran hluta lýðveldistímans og hefur talað fyrir þessu máli en gert nákvæmlega ekki neitt. Þetta er svona sýndarfrelsismál Sjálfstæðisflokksins. Kannski er þetta einhvers konar sýndarlöggæsla Sjálfstæðisflokksins sem á sér stað núna, ég veit það ekki. En sýndarmennska er það sannarlega. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)