152. löggjafarþing — 49. fundur,  9. mars 2022.

um fundarstjórn.

[16:49]
Horfa

Jódís Skúladóttir (Vg):

Frú forseti. Hér er mál málanna rætt enn einu sinni. Ég hef verið nokkuð skýr í afstöðu minni í þessu máli. Mér hefur þótt furðu sæta hversu hægt og illa hefur gengið að ná þeim gögnum frá stofnuninni sem okkur ber að fá afhent. Spurningar er varða okkur VG-liða, hvort við styðjum ríkisstjórn, auðvitað styð ég ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Ég sit í þingflokki hennar og styð hana til góðra verka heils hugar. Ég er þó ekki sammála öllu og ég held að það sé nú þvert á flokka. Við getum verið ósammála um ýmsar birtingarmyndir. Ég flagga því bara hér að VG hefur staðið fyrir mannréttindum, flóttafólki. Við viljum gera vel á þessum vettvangi og ég bauð mig fram á þing til þess að geta sinnt þeim málaflokki.