152. löggjafarþing — 52. fundur,  15. mars 2022.

mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030.

418. mál
[23:13]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er hjartanlega sammála. Ég tek bara sem dæmi:

„Í mörgum umsagnanna var gerð athugasemd við að ekki væri tekið fram að bæta þyrfti kjör og starfsaðstæður starfsfólks í hjúkrun og umönnun aldraðra. Ráðuneytið taldi þingsályktunina ekki vera vettvang til að fara yfir þau mál.“

Hér stendur líka að gerð hafi verið sú athugasemd að bæta þyrfti í aðgerð 6, Gæði í fyrirrúmi, að mynda skuli starfshóp til að leysa úr fjármögnunarvanda húsnæðiskostnaðar hjúkrunarheimila. Ákveðið var að fjalla ekki um húsnæðismál í þingsályktunartillögunni heldur leggja áherslu á þjónustuna.

Eftir stendur að við erum að tala um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar þar sem er hvorki verið að takast á við spurningar um fjármögnun né um mönnun né um það í hvaða húsnæði þjónusta eigi að vera veitt. Hvað stendur þá eftir? Til hvers erum við þá eiginlega að tala um þetta?