152. löggjafarþing — 52. fundur,  15. mars 2022.

mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaáætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030.

418. mál
[23:18]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að þessi áhersla á aukna heimahjúkrun og heimaþjónustu sé mjög jákvæð en við þurfum samt einmitt að gæta þess að fólk sé ekki sett í aðstæður þar sem einmanaleiki eykst. Við þurfum þess vegna einmitt líka huga að fjölbreyttari búsetuúrræðum fyrir eldra fólk. Hv. þm. Helga Vala Helgadóttir kom inn á það hér áðan og þetta gildir í raun um alla hópa og kannski hjálpar ekki síst einmitt þeim hópum sem eru eitthvað einangraðir fyrir. Mér fannst það fagnaðarefni að hæstv. heilbrigðisráðherra tók í raun undir þessar hugmyndir um mikilvægi fjölbreyttra búsetuúrræða fyrir eldra fólk í ræðu sinni hér áðan.