152. löggjafarþing — 54. fundur,  22. mars 2022.

heilbrigðisþjónusta.

433. mál
[15:14]
Horfa

Viktor Stefán Pálsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að frumvarpið sem slíkt sé mikið framfaramál og ég held að það sé mikill akkur í því fyrir stjórnendur Landspítalans og hugsanlega aðrar stofnanir, heilbrigðisstofnanir, að fá sem víðtækasta þekkingu og reynslu til að aðstoða þá við að veita bæði aðhald og eins að koma með tillögur og þekkingu inn í rekstur stofnunarinnar. Það hefur verið nefnt að hugsanlega eigi hlutverk stjórnarinnar að vera meira og menn hafi einfaldlega heimildir til að ráða forstjóra t.d. Það er eitthvað sem Alþingi verður bara að skoða nánar og ég reikna með því að þegar málið verður tekið til meðferðar og sent til umsagnar og slíkt þá fái menn fram þessi sjónarmið.