152. löggjafarþing — 54. fundur,  22. mars 2022.

heilbrigðisþjónusta.

433. mál
[15:26]
Horfa

Viktor Stefán Pálsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil taka undir það sem hv. þingmaður sagði hér rétt áðan. Það er afar mikilvægt að við sem búum úti á landi fáum að hafa meira um það að segja hvernig málum er stjórnað í okkar héruðum. Þetta er auðvitað bara einn hluti af mörgum sem þarf að skoða. Heilbrigðisstofnanir gegna náttúrlega lykilhlutverki fyrir okkur sem búum úti á landi og okkur er mjög umhugað um að við getum komist í góða heilbrigðisþjónustu með sama hætti og fólk á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna er mikilvægt, eins og þingmaðurinn sagði, að heimamenn hafi eitthvað um það að segja hvernig þessari stofnun er stjórnað. Ég tek því tek heils hugar undir það sem fram kom hjá honum.